Fara í efni

Nýtt útilistaverk vígt á Seltjarnarnesi

Á dögunum vígðu Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og formaður menningarnefndar bæjarins, Sólveig Pálsdóttir, nýtt útilistaverk með því að dýfa í það fótum. Verkið sem er eftir Ólöfu Nordal og nefnist Kvika, stendur á Kisuklöppum í fjörunni við Norðurströnd.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndarÁ dögunum vígðu Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og formaður menningarnefndar bæjarins, Sólveig Pálsdóttir, nýtt útilistaverk með því að dýfa í það fótum. Verkið sem er eftir Ólöfu Nordal og nefnist Kvika, stendur á Kisuklöppum í fjörunni við Norðurströnd og er býsna óvenjulegt að því leyti að gestir og gangandi geta baðað fætur sína í því.

Ólöf Nordal, Jón H. Björnsson, Sólveig PálsdóttirVerkið er gert úr heilum grágrýtissteini sem í er sorfin hringlaga fótbaðs- eða vaðlaug. Laugin er lýst upp með mildu rafljósi að innanverðu og í hana rennur stöðugt óblandað, forkælt jarðhitavatn úr borholum Seltjarnarness, en vatnið hefur einstaka efnasamsetningu og þykir hafa sérstaka eiginleika.

Í Kviku vísar listaðmaðurinn til fornrar laugarhefðar Íslendinga um leið og hún hvetur fólk til að upplifa hita og kraft jarðar með því að fara úr sokkum og skóm og verða eitt með náttúrunni í fjöruborðinu. Þannig verða gestir þátttakendur í eins konar gjörningi „á mörkum byggðar og náttúru, lands og sjávar, himins og jarðar”, segir listakonan. „Með heita fætur streymir blóðið um kroppinn, líkamleg og andleg skynjun vex, næmi fyrir umhverfinu vaknar og tengsl við náttúruöflin myndast.“Við vígslu listaverksins Kviku




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?