Fara í efni

Nýtt nafn á Slysvarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur skipt um nafn og heitir deildin núna Slysavarnadeildin Varðan. Á síðasta ári kom fram sú tillaga að breyta nafninu í samræmi við merki deildarinnar en Varðan hefur alltaf verið í merki deildarinnar.

Slysavarnadeildin Varðan - merkiSlysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi hefur skipt um nafn og heitir deildin núna Slysavarnadeildin Varðan. Á síðasta ári kom fram sú tillaga að breyta nafninu í samræmi við merki deildarinnar en Varðan hefur alltaf verið í merki deildarinnar.

Fyrstu heimildir sem vitað er um vörðuna í Suðurnesi eru á landakorti frá árinu 1776 en þá var skráð varða í Suðurnesi. Varðan var endurbyggð í atvinnubótavinnu í kringum 1930 og var verkstjóri þar Albert vitavörður í Gróttu. Varðan lét mikið á sjá af ágangi sjávar og árið 1990 unnu björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Albert að viðgerð hennar en Guðmundur í Nesskipi sá um greiðslu á öllum kostnaði við hana, en Nesskipsmenn vildu ekki láta þetta kennileiti hverfa.

Þessi viðgerð dugði þó ekki nógu vel og fór fljótlega að hrynja úr vörðunni og að lokum var varðan orðin að slysagildru og sáu bæjaryfirvöld um að láta jafna hana við jörðu og var þar var mikill sjónarsviptir.

Upphafleg hugmynd deildarinnar að nota vörðuna í merkið sitt var að varðan vísar veginn en það var táknið á Seltjarnarnesi sem vísaði sjófarendum veginn.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?