Á dögunum var tekið í notkun nýtt leiksvæði við leikskóladeildina Holt, sem er staðsett á neðri hæð safnaðarheimilis Seltjarnarneskirkju.
Á dögunum var tekið í notkun nýtt leiksvæði við leikskóladeildina Holt, sem er staðsett á neðri hæð safnaðarheimilis Seltjarnarneskirkju.
Börn sem fullorðnir gleðjast yfir leiksvæðinu, sem er kærkomin viðbót við aðstöðuna í Holti.
Skjólveggur umlykur leiksvæðið á þrjá vegu og á svæðinu eru ungbarnarólur, sandkassi og völundarhús. Í Holti eru að jafnaði 16 börn úr yngsta aldurshópi leikskólabarna frá 13 mánaða aldri.