Þann 11. desember síðastliðinn afhenti Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar beiðni um lausn frá störfum þar sem hann hefur misst kjörgengi vegna flutninga á lögheimili.
Þann 11. desember síðastliðinn afhenti Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar beiðni um lausn frá störfum þar sem hann hefur misst kjörgengi vegna flutninga á lögheimili.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi, 15. desember, þakkaði bæjarstjóri, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundi fyrir vel unnin störf og sagði: „Ágæti forseti bæjarstjórnar, þar sem þú lætur nú af störfum vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar þakka þér fyrir samstarfið sl. fimm ár í bæjarstjórn. Samstarfið hefur verið ánægjulegt og þú hefur sett þitt mark á stefnumótun bæjarstjórnar. Á þessu tímabili höfum við sem hópur tekist á við mörg krefjandi verkefni, framtíðin er björt hjá bæjarfélaginu, bæjarfélagið stendur vel og átt þú þinn þátt í því. Ég vil óska þér fyrir hönd okkar allra velfarnaðar í þeim verkefnum sem þú átt eftir að taka þér fyrir hendur í framtíðinni."
Á fundinum var samþykkt að Bjarni Torfi Álfþórsson yrði skipaður nýr forseti bæjarstjórnar en varamenn eru Sigrún Edda Jónsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson. Þau þrjú munu einnig taka sæti sem aðalmenn og varamenn í þeim nefndum sem Guðmundur átti sæti í.