Fara í efni

Nýjar spjaldtölvur í Grunnskóla Seltjarnarness

Grunnskóla Seltjarnarness voru á dögunum afhentar 25 nýjar spjaldtölvur til viðbótar þeim sem afhentar voru síðastliðið haust til notkunar í tilraunaverkefni um notkun spjaldtölva í skólastarfi.

Grunnskóla Seltjarnarness voru á dögunum afhentar 25 nýjar spjaldtölvur til viðbótar þeim sem afhentar voru síðastliðið haust til notkunar í tilraunaverkefni um notkun spjaldtölva í skólastarfi. 

Með verkefninu var leitast við að gefa kennurum og þroskaþjálfum skólans tækifæri til að skoða þá möguleika sem notkun spjaldtölva í kennslu og þjálfun hefur upp á að bjóða og hvernig nýta má upplýsingatækni enn frekar fyrir nemendur og kennara í námi og kennslu.

Verkefnið gaf góða raun og að tillögu stýrihóps þess hefur nú fleiri spjaldtölvum verið bætt við tölvukost skólans, til þess að styðjast megi enn frekar við þessa nýju tækni í almennri kennslu og í sérkennslu.

Baldur Pálsson, Margrét Sigurgeirsdóttir og Ólína Thoroddsen

Við afhendingu nýrra spjaldtölva. Á myndinni má sjá Baldur Pálsson, fræðslustjóra, Margréti Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra og Ólínu Thoroddsen skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?