Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa hvatt alla skóla og stofnanir bæjarfélagsins til að taka höndum saman um að flokka allt rusl/sorp sem til fellur á stöðunum.
Stefna bæjarins er að allir starfsmenn bæjarins setji sér það markmið að minnka allt rusl sem fer frá bæjarfélaginu. Allar stofnanir bæjarins hafa fengið endurvinnslutunnur til að flokka í og verða þær sóttar mánaðarlega.
Nú stendur yfir kynning á flokkun og endurvinnslu fyrir starfsmenn bæjarins og hefur því framtaki almennt verið vel tekið. Á meðfylgjandi mynd er Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi með kynningu fyrir starfsfólk Leikskólans Sólbrekku
Mánabrekka er Grænfánaskóli og hefur unnið að flokkun og endurvinnslu í mörg ár og nú er Grunnskóli Seltjarnarness búin að sækja um hjá Landvernd að verða Skóli á grænni grein.