Fara í efni

„Nóta“ til Seltjarnarness!

Fulltrúar Tónlistarskóla Seltjarnarness fengu „Nótuna 2012“ á uppskeruhátíð Nótunnar, sem haldin var sunnudaginn 18. mars í Eldborgarsal Hörpu.  

Fulltrúar Tónlistarskóla Seltjarnarness fengu „Nótuna 2012“ á uppskeruhátíð Nótunnar, sem haldin var sunnudaginn 18. mars í Eldborgarsal Hörpu.  Arnór Ýmir Guðjónsson, Pétur Jónsson  og Sigurbjörg María Jósepsdóttir fengu þessa viðurkenningu fyrir flutning sinn á “Gyðingaþrennu”, jiddískum þjóðlögum, í útsetningu Arnórs Ýmis. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti þeim verðlaunin fyrir árangur í flokki nemenda á framhaldsstigi.

Nótan var nú haldin í þriðja sinn og var hátíðin hin glæsilegasta. Alls voru flutt ellefu atriði á tónleikunum, frá tónlistarskólum víðsvegar að af landinu. Þess má geta að  Léttsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness  hlaut einnig verðlaun á fyrstu hátíðinni, sem haldin var í húsnæði FÍH árið 2010.

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla, er samstarfsverkefni Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þátttakendur eru frá öllu landinu og efnisskráin endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.

Flutning nemenda Tónlistarsskóla Seltjarnarness má heyra á eftirfarandi slóð http://www.youtube.com/watch?v=S5lJDdQqxOQ

Arnór Ýmir Guðjónsson, Pétur Jónsson og Sigurbjörg María Jósepsdóttir


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?