Fara í efni

Norrænt vinabæjarsamstarf

Seltjarnarnesbær hefur undirritað samstarfssamning um áframhaldandi vinabæjarstarf með norrænu bæjunum Höganäs í Svíþjóð, Nesodden í Noregi, Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.

Seltjarnarnesbær hefur undirritað samstarfssamning um áframhaldandi
vinabæjarstarf með norrænu bæjunum Höganäs í Svíþjóð, Nesodden í Noregi,
Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.

Vinabæirnir ætla að setja meiri kraft í samvinnuna og leggja áherslu á
samstarf sem ,fyrst og fremst, snýr að málefnum barna og ungmenna í sem
víðustum skilningi.

Þá verða verkefni sem snúa að menningarmálum, menntun, æskulýðsstarfi,
eldri borgurum og stjórnsýslu einnig skoðuð. Stefnt er að því að sækja
styrki til Evrópusambandsins í einhverjum verkefnum og nýtist þar vel
reynsla og kunnátta Svía og Dana á slíkum umsóknum.


Bjarne K Hansen, Peter Kovács, Sigrún Edda Jónsdóttir og Chistian H Holm
Á myndinni frá vinstri við undirritun samningsins: Frá Herlev, Bjarne Kaspersen Hansen varabæjarstjóri, Frá Höganäs Peter Kovács bæjarstjóri, Frá Seltjarnarnesbæ Sigrún Edda
Jónsdóttir bæjarfulltrúi og frá Nesodden Christian Hintze Holm bæjarstjóri.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?