Fara í efni

Níu af tíu Seltirningum ánægðir með bæjarfélagið sitt

Á Seltjarnarnesi eru 91% íbúa ánægðir með búsetuskilyrði bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í árlegri þjónustukönnun sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga.
Á Seltjarnarnesi eru 91% íbúa ánægðir með búsetuskilyrði bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í árlegri þjónustukönnun sem Capacent gerir meðal sveitarfélaga. Bærinn fær einkunnina 4,5 af 5 mögulegum og er með aðra hæstu einkunnina af sveitarfélögum í landinu. Á Seltjarnarnesi var úrtakið 242 manns og var svarhlutfall um 63%.

Íþróttir, menning, umhverfi og þjónusta við barnafjölskyldur skora hátt

SumarhátíðSeltjarnarnesbær fær  3,9 af 5 mögulegum þegar spurt var um þjónustu við barnafjölskyldur. Bærinn er þar í þriðja sæti af öllum sveitarfélögum landsins. Samkvæmt könnuninni eru um 91% bæjarbúa mjög ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar og er Seltjarnarnesbær þar í öðru sæti á landsvísu. 

Menningarmál og umhverfismál fá góða umsögn bæjarbúa. Í menningarmálum fær bærinn 3,8 af 5 mögulegum  og er með aðra hæstu einkunnina af sveitarfélögum í landinu. Umhverfismálin skora 4,1 af 5 mögulegum  og er bærinn með þriðju hæstu einkunnina af sveitarfélögum í landinu.

Um 85% íbúa eru ánægðir með leik- og grunnskóla bæjarins og erum við þar í 3. sæti meðal sveitarfélaga.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri er mjög ánægð með útkomu Seltjarnarnesbæjar í könnuninni.   „Við höfum lagt við hlustir hvað skiptir máli hjá fjölskyldum bæjarins. Gott samstarf við bæjarbúa skilar sér í betra samfélagi.  Við viljum gera enn betur og í samstarfi við starfsmenn og íbúa bæjarins mun það takast.“ segir Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og leggur áherslu á að Nesið verði áfram leiðandi í skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi á landsvísu, þar sem lögð er áhersla á jöfn tækifæri, árangur og vellíðan.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?