Fara í efni

Nikkuball við Gaujabúð

Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð Ungmennaráð Seltjarnarness fyrir harmonikkuballi við Gaujabúð á Seltjarnarnesi. Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson lék á nikkuna fyrir gesti og gangandi 

Nikkuball 2013Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð Ungmennaráð Seltjarnarness fyrir harmonikkuballi við Gaujabúð á Seltjarnarnesi. Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson lék á nikkuna fyrir gesti og gangandi auk þess sem boðið var upp á léttar veitingar.

Veðrið lék heldur betur við gesti og gangandi miðvikudaginn 17 júlí en þá var harmonikkuball Ungmennaráðs Seltjarnarness haldið hátíðlegt í fjórða skipti. Líkt og fyrri ár fór það fram hjá björgunarsveitarhúsinu niðri við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi og voru það harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson og Bjössi Sax  sem léku fyrir dansi af stakri prýði. 

Á meðan ljúfir tónar harmonikkunar léku um loftið var boðið upp á glæsilegar veitingar sem gestir gátu fengið sér. Undir lokin var svo efnt til gítarspils og hópsöngs þar sem sungnar vour nokkrar af helstu perlum dægurlagatónlistarinnar.

Aðsókn var vonum framar en hátt í 130 manns létu sjá sig í veðurblíðunni. Þó svo að ballið væri fyrst og fremst fyrir eldri borgara létu allir aldurshópar sjá sig enda er viðburðurinn hugsaður til þess að brúa bilið milli kynslóða. Má með sanni segja að ballið hafi gengið vel í alla staði og að allir hafi skemmt sér konunglega.

Ballið var einungis fjármagnað af styrkjum og vill Ungmennaráðið þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og hjálpuðu til við að gera ballið eins skemmtilegt og flott og raun bar vitni.

Fjallað var í Ríkisútvarpinu um Harmonikkuballið, sjá nánar á vef Ruv

Nikkuball 2013

Nikkuball 2013

Nikkuball 2013 - Örvar Kristjánsson

Nikkuball 2013

Nikkuball 2013

Nikkuball 2013 - Jakob Hákonarson og Friðrik Árni Halldórsson

Nikkuball 2013 - Ungmennaráð


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?