Fara í efni

Nikkuball á Nesinu

Ungmennaráð Seltjarnarness  stóð fyrir harmonikkuballi fyrir eldri borgara nú á dögunum.

Ungmennaráð Seltjarnarness  stóð fyrir harmonikkuballi fyrir eldri borgara nú á dögunum.

Ballið var haldið utandyra á bílaplaninu hjá björgunarsveitarhúsinu á Seltjarnarnesi og gekk með eindæmum vel.

Þó að ballið væri fyrst og fremst fyrir eldri borgara var það opið öllum aldurshópum og hugsað til að brúa bilið milli kynslóða. Ekkert kostaði á ballið en það var fjármagnað með styrkjum. Örvar Kristjánsson, harmonikkuleikari lék fyrir dansi, einnig tók, Lilja Björk ung söngkona af Seltjarnarnesi, nokkur lög. Veðrið lék við dansgesti og var stemmningin frábær, eldri borgarar voru ánægðir með framtakið og stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?