Ungmennaráð Seltjarnarness, sem er setið af ungmennum á aldrinum 16-20 ára, hefur síðustu fjögur ár staðið fyrir harmonikkuballi fyrir eldri borgara í júlí. Nikkuballið hefur alltaf farið vel fram og tekist hefur að brúa ákveðið bil milli kynslóða þar sem fólk á öllum aldri hefur mætt og skemmt sér vel saman.
Síðastliðinn vetur hefur Ungmennaráðið staðið mánaðarlega fyrir viðburðum fyrir eldri borgara og nú í sumar skipuleggur Ungmennaráðið alfarið félagslíf þeirra og stendur fyrir viðburðum, svo sem boccia-móti, félagsvist og bingó, en einnig stendur Ungmennaráðið fyrir tölvukennslu fyrir eldri borgara.
Í næstu viku er síðan komið að hinu árlega Nikkuballi og það hugsað sem eins konar uppskeruhátíð þessa starfs.
Nikkuballið veður haldið fimmtudaginn 24. júlí, frá 13:30 til 16:00, í Félagsheimili Seltjarnarness og hvetur Ungmennaráðið alla, unga sem aldna, að mæta og njóta ballsins. Veitingar verða í boði og mun Gunnar Kvaran, harmonikkuleikari, leika undir dansi og auk þess sem boðið verður upp á hópsöng.