Fara í efni

Neyðarstig almannavarna virkjað vegna Covid19 og breyttar reglur um samkomutakmarkanir og skólahald frá 5. október 

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Meginreglan miðast við 20 manna fjöldatakmörkun,

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og taka þær gildi á miðnætti, aðfaranótt 5. október. Eftirfarandi er samantekt um helstu breytingar, m.a. um undanþágur frá hámarksfjölda þeirra sem mega koma saman en meginreglan er 20 manns.

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 20 manns. Líkamsræktarstöðvum verður lokað og einnig krám, skemmti- og spilastöðum. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Fjarlægðarmörk verða áfram 1 metri og við aðstæður þar sem slíkt er ekki mögulegt er skylt að nota andlitsgrímur.

Undantekningar frá 20 manna hámarki

Eftirtaldar eru undanþágur frá 20 manna hámarki. Þar gildir sem annars staðar að ef ekki er hægt að uppfylla 1 metra fjarlægðarmörk er skylt að nota andlitsgrímu:

  • Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum
  • Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt.
  • Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín.
  • Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns.
  • Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt.
  • Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu.
  • Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns.

Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu.

Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.

Hlekkir í nýjar reglugerðir verða birtir hér að neðan um leið og þær hafa verið birtar í Stjórnartíðindum síðar í kvöld.


 

Frétt um reglugerðina er að finna hér ásamt reglugerð um takmörkun og skólastarf.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/04/COVID-19-Breyttar-reglur-um-samkomutakmarkanir-og-skolahald/




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?