Fara í efni

Neshlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness á laugardaginn 8. maí

Laugardaginn 8. maí næstkomandi stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu sem verið hefur árviss viðburður á Seltjarnarnesi um árabil og nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara. Rúmlega 30 félagar í trimmklúbbnum sjá um framkvæmd hlaupsins en að auki er sjúkraþjónusta á bakvakt og lögregla fylgir hlaupurunum í upphafi. Tímataka er í höndum starfsmanns Frjálsíþróttasambands Íslands.

NeshlaupiðLaugardaginn 8. maí næstkomandi stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu sem verið hefur árviss viðburður á Seltjarnarnesi um árabil og nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara. Rúmlega 30 félagar í trimmklúbbnum sjá um framkvæmd hlaupsins en að auki er sjúkraþjónusta á bakvakt og lögregla fylgir hlaupurunum í upphafi. Tímataka er í höndum starfsmanns Frjálsíþróttasambands Íslands.

Aldursflokkar og vegalengdir

Hægt er að velja um þrjár vegalengdir í hlaupinu, 3,25 km, 7,5 km og 15 km. Einnig er keppt í hjólastólaflokki í 3,25 km. Keppt er í fjórum aldurshópum, 16 ára og yngri (þ.e. nemendur í 10. bekk og yngri), 17-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri.

Skráning, keppnisgjald og verðlaun

Skráning verður í anddyri sundlaugarinnar frá klukkan 9 á laugardagsmorguninn en hlaupið hefst klukkan 11 að lokinni upphitun sem þjálfarar TKS sjá um. Skráningargjald er 600 krónur fyrir fullorðna en 300 krónur fyrir 16 ára og yngri (fædda 1988 og síðar).  Hámarksgjald fyrir fjölskyldu er 1.200 krónur.

Veittir eru verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sæti í öllum aldursflokkum í vegalengdum þar sem tímataka fer fram en einnig fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í 3,25 km. Allir sem ljúka hlaupinu fá markpening og að hlaupinu loknu verða dregnir út fjölmargir útdráttarvinningar.

Neshlaupið er fyrir alla fjölskylduna

3,25 kílómetrarnir eru í raun skemmtiskokk, enda ekki tímataka á þeirri vegalengd, og því tilvalið fyrir fjölskyldur að draga fram íþróttaskóna og vera með í skemmtilegri tilbreytingu. Í Neshlaupinu er jafnan líf og fjör og að loknu hlaupinu er boðið upp á hressingu og Íþróttamiðstöðin býður þátttakendum sem framvísa hlaupanúmeri frítt í sundlaugina. Þar er hægt að slappa af í heitu pottunum og gufunni. Hlaupið er að þessu sinni sérstaklega tileinkað 30 ára afmæli Seltjarnarneskaupstaðar og hvetur trimmklúbburinn fjölskyldur á Nesinu sérstaklega til þess að taka þátt í Neshlaupinu af því tilefni.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?