Nemendur í 6. bekk í Smáraskóla, ásamt 3 kennurum sínum, hjóluðu í síðustu viku úr Kópavogi út á Seltjarnarnes og gistu í Fræðasetrinu í Gróttu. Þessi ferð er liður í útivist og umhverfisvitund nemenda Smáraskóla og er orðin fastur liður í ferðadagskrá 6. bekkinga.
Nemendur í 6. bekk í Smáraskóla, ásamt 3 kennurum sínum, hjóluðu í síðustu viku úr Kópavogi út á Seltjarnarnes og gistu í Fræðasetrinu í Gróttu. Þessi ferð er liður í útivist og umhverfisvitund nemenda Smáraskóla og er orðin fastur liður í ferðadagskrá 6. bekkinga.
Að þessu sinni gistu tveir hópar eyjuna, elduðu sér mat, héldu kvöldvöku og kynntust náttúru og umhverfi Seltjarnarness. Ferðin þótti takast einstaklega vel þrátt fyrir aftaka veður, en nemendur hjóluðu með vindinn í fangið nær allan tímann.