Fara í efni

Nemendum boðið í leikhús

Seltjarnarnesbær bauð öllum leikskólabörnum og nemendum í 1. – 6. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness á uppfærslu Leiklistarfélags Seltjarnarness á „Litla Kláusi og stóra Kláusi“.

Seltjarnarnesbær bauð öllum leikskólabörnum og nemendum í 1. – 6. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness á uppfærslu Leiklistarfélags Seltjarnarness á „Litla Kláusi og stóra Kláusi“.

Tvær sýningar voru á leikritinu í lok apríl en leikritið er fjörugt fjölskyldustykki fyrir unga jafnt sem aldna. 16 leikarar taka þátt í sýningunni á aldrinum 10-60 ára en þetta er áttunda leikár Leiklistarfélags Seltjarnarness sem eflist og þroskast með hverju leikári.

Næsta sýning á verkinu verður í Félagsheimilinu 14. maí.

Leikfélag Seltjarnarness 2006




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?