Fara í efni

Nemendamötuneyti í Mýrarhúsaskóla fyrir næsta haust

Byggingarnefnd Mýrarhúsaskóla hefur mælt með að útbúið verði fullkomið mötuneyti við skólann í sumar sem tilbúið verði fyrir upphaf næsta skólaárs. Leitað hefur verið til Önnu Margrétar Hauksdóttur, arkitekts, um útfærsluleiðir og er fyrirhuguð staðsetning mötuneytisins þar sem eldhús skólans var upphaflega ráðgert. Eldað verður fyrir alla nemendur skólans í mötuneytinu.

Byggingarnefnd Mýrarhúsaskóla hefur mælt með að útbúið verði fullkomið mötuneyti við skólann í sumar sem tilbúið verði fyrir upphaf næsta skólaárs. Leitað hefur verið til Önnu Margrétar Hauksdóttur, arkitekts, um útfærsluleiðir og er fyrirhuguð staðsetning mötuneytisins þar sem eldhús skólans var upphaflega ráðgert. Eldað verður fyrir alla nemendur skólans í mötuneytinu.

Nemendur í MýrarhúsaskólaÍ sumar verður einnig ráðist í að endurnýja lagnir í kjallara gamla skólans en slíkt er nauðsynlegt áður en hugað verður í frekari endurnýjun á innviðum. Einnig verður gengið frá þakgluggum er ekki vannst tími til að ljúka á síðasta sumri. Á áætlun er að lagfæra innganginn í eldri bygginguna en ekki er útséð með að það komist í framkvæmd á þessu sumri. Verkefnið er liður í umfangsmiklu endurbótaátaki sem hófst síðasta sumar með klæðningu skólans að utan.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?