Lionsklúbb Seltjarnaness afhenti 5. október sl. nætursjónauka til björgunarsveitarinnar Ársæl í skýli þeirra í Bakkavör á Seltjarnanesi
Lionsklúbbur Seltjarnaness afhenti 5. október sl. nætursjónauka til björgunarsveitarinnar Ársæls í skýli þeirra í Bakkavör á Seltjarnanesi. Það var Kristján Georgsson sem afhenti sjónaukann Kristni Guðbrandssyni hjá Ársæli.
Farið var með nokkra Lionsmenn í siglingu inn á Skerjafjörð eftir afhendinguna og síðan þáðu Lionsmenn kaffi og kleinur í björgunarskýlinu.
Lionsmenn gáfu björgunarsveitinni annan samskonar sjónauka fyrir um einu og hálfu ári. Að sögn Kristins hefur hann reynst mjög vel við leit í myrkri.