Fjólublár bekkur hefur verið settur niður á leit út í Gróttu í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna og hafa verið settir niður bekkir við sjávarsíðuna á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Fjólublár bekkur hefur verið settur niður á leit út í Gróttu í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna, MUNUM LEIÐINA. Fjólublár er alþjóðlegur litur Alzheimer sjúkdómsins og annarra heilabilunarsjúkdóma.
Settir hafa verið niður fjólubláir bekkir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
Seltjarnarnes – bekkur staðsettur við GróttuReykjavíkurborg – bekkir við Reykjavíkurflugvöll og við göngubrúnna innst í FossvogiKópavogsbær – bekkur staðsettur á KársnesiGarðabær – bekkur við SjálandHafnarfjörður – bekkur gömlu sundlaugina í Hafnarfirði.
Allir bekkirnir eiga þeir það sameiginlegt að standa við sjávarsíðuna með fallegu útsýni en saman mynda þeir einnig skemmtilega leið í gegnum öll þessi sveitarfélög.
Á morgun 21. september er alþjóðlegur dagur heilabilunar og er þetta liður í vitundarvakningu Alzheimersamtakanna á Íslandi um málaflokkinn sem ber yfirskriftina Munum leiðina.
Á bekkjunum er QR kóði sem hægt er að skanna og styrkja um leið samtökin. Hvetjum fólk til að taka fallegar og skemmtilegar myndir af sér á þessum fallegum bekkjum eða bara að setjast niður og njóta útsýnisins.