Fara í efni

Mötuneyti grunn- og leikskólans á við bestu veitingastaði

„Niðurstaða úttektar á mötuneyti Grunnskóla Seltjarnarness haustið 2013 er að nánast er alltaf farið eftir opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Matseðillinn er mjög vel samsettur með tilliti til leiðbeininga Embættis landlæknis.“
Jóhannes Már Gunnarsson„Niðurstaða úttektar á mötuneyti Grunnskóla Seltjarnarness haustið 2013 er að nánast er alltaf farið eftir opinberum ráðleggingum hvað varðar hráefnisval og matreiðslu. Matseðillinn er mjög vel samsettur með tilliti til leiðbeininga Embættis landlæknis.“ Þetta kemur fram hjá Berthu Maríu Ársælsdóttur matvæla- og næringarfræðingi hjá Næringarsetrinu ehf. í skýrslunni Úttekt á mötuneyti grunn- og leikskóla Seltjarnarness, október 2013. Þar kemur einnig fram að á boðstólnum sé fiskur tvisvar sinnum í viku, kjötið sé ferskt og óblandað og að grænmetisréttir séu jafnan á borðum. 

Sykurnotkun í mötuneytunum er nánast engin segir í skýrslunni og enn fremur að á síðastliðnu ári hafi Jóhannes Már Gunnarsson matreiðslumeistari sem hefur sinnt þessu starfi í áratug ætíð snúið viðskiptum sínum til þeirra birgja sem bjóða upp á besta hráefnið og einnig bestu þjónustuna. Hann sé í góðu sambandi við þá og lætur m.a. framleiða fyrir sig hentugar skammtastærðir af bollum og buffi sem og að stilla notkun á kryddi, raspi o.þ.h í hóf. Þessi tilhögun sé til mikillar fyrirmyndar og jafnist á við það sem gerist á bestu veitingastöðum! Segir skýrsluhöfundur. Í mötuneyti Grunnskóla Seltjarnarness er notkun mettaðrar fitu og sykurs í algjöru lágmarki og kappkostað sé við að velja hollar fæðutegundir í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis. 

Nokkuð hefur verið rætt um sérfæði barna í leik- og grunnskólum en fram kemur í skýrslunni að nokkur börn séu á sérfæði og þá er oftast um ofnæmi að ræða. Á hverjum degi er fylgst með því að þau fái mat við hæfi og eldaðir fyrir þau sérréttir ef þörf krefur. 

„Á þessu ári sem liðið er síðan fyrsta úttekt fór fram hefur átt sér stað mjög jákvæð þróun í framleiðslu í eldhúsi Mýró og má segja að fæðuvalið endurspegli það sem fyrrgreindar nýjar ráðleggingar fela í sér. Matreiðslumeistari er mjög meðvitaður um starfið og hefur nýtt sér ábendingar og fræðslu sem í boði er,“ segir Bertha María ennfremur í skýrslu sinni.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?