Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins föstudaginn 6. febrúar. Þetta er í áttunda skipti sem dagurinn er haldinn en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins föstudaginn 6. febrúar. Þetta er í áttunda skipti sem dagurinn er haldinn en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín
Í tilefni af degi leikskólans verður samsöngur í sal Leikskóla Seltjarnarness - Mánabrekku og leikhópurinn STAFF mun stíga á svið og sýna sígilda ævintýrið um Þyrnirósu.
Í bókasafninu, íþróttahúsinu og sundlauginni á Seltjarnarnesi verða verk eftir börn skólans til sýnis.
Þetta er í áttunda sinn sem Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur, en 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Leikskóli Seltjarnarness státar af öflugu starfi fyrir nemendur og vinnur gjarnan þvert á aðrar stofnanir bæjarins.
Tónlist
Í samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness njóta nú öll börn skólans kennslu tónmenntakennara sem er mikilvæg viðbót við annað tónlistarstarf sem fram fer í skólanum.
Umhverfismennt
Leikskólinn flaggar nú í sjötta sinn grænfánanum sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir starf að umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar.
Virk umhverfisnefnd er starfandi við skólann sem ásamt eftirlitshópi elstu barnanna hefur það hlutverk að fylgjast með, viðhalda og benda á það sem betur má fara í umhverfismálum.
SMT – skólafærni
Áhersla er lögð á SMT – skólafærni, en verkefnið gengur út á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun með því að kenna og þjálfa félagsfærni og gefa jákvæðri hegðun barna gaum með markvissum hætti. Í júní fékk skólinn viðurkenningu á því starfi og er nú sjálfstæður SMT – skóli.
Sumarskólinn
Er fyrir elstu börn leikskólans sem hefja grunnskólagöngu að hausti. Sumarskólinn er starfræktur í húsnæði grunnskólans. Þar er megin áhersla lögð á að börnin aðlagist húsnæði grunnskólans og mötuneyti, upplifunarferðir og útivist.
Íþróttaskóli Gróttu
Samstarfsverkefni leikskólans og Gróttu þar sem börnin fá kynningu og leiðsögn í þeim íþróttagreinum sem félagið býður upp á þ.e. handbolta, fótbolta og fimleikum.
Persónumöppur
Í möppurnar fara fyrirfram ákveðin verkefni og skráningar sem fylgja börnunum á milli deilda og eru unnar í samvinnu barna, foreldra og leikskólakennara.
Hreyfiland
Samstarfsverkefni við Hreyfiland sem er nú unnið annað árið í röð með yngri börnum skólans. Þar er lögð er áhersla á að efla styrk, þol og almenna hreyfigetu barna í gegnum leik.
Vinátta
Þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi við Barnaheill. Verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfi auk raunhæfra verkefna fyrir börn, starfsfólk og foreldra.