Fara í efni

Mikið kuldakast í vændum - íbúar beðnir að gera ýmsar ráðstafanir í forvarnarskyni

Mesta kuldakast í sjö ár er yfirvofandi. Íbúar eru hvattir til að gera eftirfarandi ráðstafanir á heimilum sínum til að hitaveitan standist álagið og forða skemmdum. Sjá nánar:

Í ljósi þess að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins síðan árið 2013 en til viðbótar við mikið frost er gert er ráð fyrir töluverðum vindi sem veldur mikilli kælingu. Íbúar eru eindregið hvattir til að gera ráðstafanir á heimilum sínum til að aðstoða við að hitaveitan þoli álagið og forða skemmdum. 

Fólk er hvatt til að gera eftirfarandi:

  • Hafa glugga lokaða
  • Hafa útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur  
  • Láta ekki renna í heita potta
  • Stilla ofna svo þeir séu heitir að ofan en kaldir að neðan
  • Varast að byrgja ofna, t.d. með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum 
  • Bæta ekki auka vatni inn á snjóbræðslukerfi






Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?