Fara í efni

Metþátttaka í menningarhátíð Seltjarnarness

Nærri lætur að sérhver Seltirningur hafi mætt á nýafstaðna Menningarhátíð bæjarins sem haldin var í bænum síðustu helgi frá fimmtudegi til sunnudags.

Nærri lætur að sérhver Seltirningur hafi mætt á nýafstaðna Menningarhátíð bæjarins sem haldin var í bænum síðustu helgi frá fimmtudegi til sunnudags. Fjöldi gesta var hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni voru hátt á annað hundrað manns á öllum aldri.  

Viðburðir voru fjölbreyttir en áhersla var lögð á að hátíðin höfðaði til allra bæjarbúa auk þess sem samstarf eldri og yngri borgara var haft að leiðarljósi.  Dagskráin var þétt ofin þar sem saman fléttuðust tónlistarviðburðir, myndlistarsýningar víða um bæinn, rithöfundahátíð, smiðjur, gjörningar, veggjagraff, byggingarlistargöngur, stjörnuskoðun, morgunkaffi, sundlaugaflot, fræðsluerindi og opnun ungmennahúss svo eitthvað sé nefnt. 

Meðal þeirra sem komu fram voru auk þriggja kóra á Nesinu undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur, Selkórinn, Sigtryggur Baldursson, Ari Bragi Kárason, Eyþór Gunnarsson, Valdimar Guðmundsson, Jónas Sigurðsson úr Ritvélum framtíðarinnar, Ari Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir, leikarar úr Óvitum, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Jakob Ármannsson, Fimm frá Nesi og Nilli auk fjölmargra annarra. 

Valgarður Gunnarsson var meðal myndlistarmanna sem opnaði sýningu en námskeið héldu m.a. Sigga Heimis bæjarlistamaður og listamennirnir Hildigunnur Birgisdóttir, Karlotta Blöndal og Ásdís Kalman. 

Að undirbúningi dagskrárinnar komu um 20 aðilar úr lista- og menningarlífi Seltjarnarnesbæjar en henni var stýrt af Soffíu Karlsdóttur, sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness með aðstoð Kristínar Arnþórsdóttur upplýsingafræðings á Bókasafni Seltjarnarness. Menningarhátíð Seltjarnarness er haldin annað hvert ár.

Einbeittir kórsöngvarar æfa fyrir lokatónleikana með Valdimar Guðmundssyni.
Valdimar Guðmundsson og barnakór Valdimar Guðmundsson og barnakór

Eldri borgarar og grunnskólanemar unnu saman að hönnunarsýningu undir stjórn bæjarlistamannsins Siggu Heimis.
Ungir og aldnir með bæjarlistammani 2013 Ungir og aldnir með bæjarlistammani 2013 Ungir og aldnir með bæjarlistammani 2013 Ungir og aldnir með bæjarlistammani 2013

Vídeóverki um flóð og fjöru Gróttu var varpað á borholuvegg neðan við Ráðagerði.
Vídeóverk um flóð og fjöru Gróttu

Myndlistarsýningin Milli bóka var opnuð í Bókasafni Seltjarnarness við setningarathöfnina.
Myndlistasýning í Bókasafni Myndlistasýning í Bókasafni

Ánægðir gestir við hátíðarsetninguna í Bókasafni Seltjarnarness
Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar
Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar
Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar
Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar
Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar
Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar Ánægðir gestir við setningu Menningarhátíðar
 

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Sigtryggur Baldursson og Ari Bragi Kárason mögnuðu upp stemninguna í nýja safnhúsinu við Nesstofu að kvöldi opnunardagsins.
Sýning Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness Sýning Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness
Sýning Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness Sýning Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness

Frá hönnunarsýningu eldri borgara og grunnskólanema í Sundlaug Seltjarnarness, sem unnin var undir stjórn Siggu Heimis bæjarlistamanns.

Hönnunarsýning eldri borgara og grunnskólanema Hönnunarsýning eldri borgara og grunnskólanema

Graffað í undirgöngum. Eldri borgarar og grunnskólanemar gröffuðu í undirgöngunum á milli Eiðistorgs og Björnsbakarís undir leiðsögn listamannanna Karlottu Blöndal og Hildigunnar Birgisdóttur. 
Eldri borgarar og grunnskólanemar graffa í undirgöngum Eldri borgarar og grunnskólanemar graffa í undirgöngum
Eldri borgarar og grunnskólanemar graffa í undirgöngum Eldri borgarar og grunnskólanemar graffa í undirgöngum
Eldri borgarar og grunnskólanemar graffa í undirgöngum Eldri borgarar og grunnskólanemar graffa í undirgöngum

Ungmennahúsið Skelin var opnað formlega á Menningarhátíðinni að viðstöddum góðum gestum.
Ungmennahúsið Skelin opnað formlega Ungmennahúsið Skelin opnað formlega
Ungmennahúsið Skelin opnað formlega Ungmennahúsið Skelin opnað formlega

Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur var haldið í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 12. október. Góðir gestir stigu á svið en alls sóttu á fjórða hundrað manns viðburðinn og skemmtu sér hið besta.
Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur
Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur
Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur
Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur
Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur
Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur Hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur
 
Morgunverðarhlaðborð í boði Björnsbakarís var haldið á Eiðistorgi. Soroptimistar sáu um framreiðslu og undirbúning. Á sama tíma stóð Inga Björg Stefánsdóttir fyrir Flash Mob á torginu með áttatíu manna kór og söngvaranum Jónasi Sigurðssyni úr Ritvélum framtíðarinnar. Um 1000 manns mættu á torgið og nutu einstakra veitina og skemmtan.
Morgunverðarhlaðborð á Eiðistorgi Morgunverðarhlaðborð á Eiðistorgi
Morgunverðarhlaðborð á Eiðistorgi Morgunverðarhlaðborð á Eiðistorgi

Þrívíð bókasmiðja var haldin á laugardeginum í Bókasafni Seltjarnarness undir leiðsögn Ásdísar Kalman.
Þrívíð bókasmiðja undir leiðsögn Ásdísar Kalman. Þrívíð bókasmiðja undir leiðsögn Ásdísar Kalman.

Íslandsbanki, aðalastyrktaraðili hátíðarinnar bauð gestum og gangandi upp á kaffi og kleinur og frábæra jasstónlist í flutningi Ara Braga Kárasonar og Eyþórs Gunnarssonar.
Jasstónlist í flutningi Ara Braga Kárasonar og Eyþórs Gunnarssonar í boði Íslandsbanka Jasstónlist í flutningi Ara Braga Kárasonar og Eyþórs Gunnarssonar í boði Íslandsbanka

Á fimmtahundrað manns var mætt í Félagsheimili Seltjarnarness til að upplifa lokadagskrá hátíðarhaldanna þar sem um eitthundrað manns stigu á svið.
Lokadagskrá menningarhátíðar 2013 Lokadagskrá menningarhátíðar 2013
Lokadagskrá menningarhátíðar 2013 Lokadagskrá menningarhátíðar 2013
Lokadagskrá menningarhátíðar 2013 Lokadagskrá menningarhátíðar 2013
Lokadagskrá menningarhátíðar 2013 Lokadagskrá menningarhátíðar 2013
Lokadagskrá menningarhátíðar 2013 Lokadagskrá menningarhátíðar 2013

Sr. Bjarni Þór Bjarnason bauð upp á dagskrá í Seltjarnarneskrikju og opnaði meðal annars tvær listsýningar
Sr. Bjarni Þór Bjarnason opnar tvær listsýningar í Seltjarnarneskirkju.

Boðið var upp á byggingarlistargöngu í Lyfjafræðisafninu og einnig í nýja safnhúsinu við Nesstofu og í kirkjunni.
Byggingarlistarganga í Lyfjafræðisafninu Byggingarlistarganga í Lyfjafræðisafninu

Margir þáðu að líða inn í sunnudaginn í sígildu sunlaugafloti þar sem klassísk tónlist var leikin neðanvatns í Sundlaug Seltjarnarness.
Sunlaugaflot




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?