Fara í efni

Metnaðarfull fjölskyldustefna væntanleg

Bæjarstjórn hefur samþykkt yfirgripsmikla fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um þjónustu bæjarins við fjölskyldur. Sex

Bæjarstjórn hefur samþykkt yfirgripsmikla fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um þjónustu bæjarins við fjölskyldur. Sex manna starfshópur var skipaður til verksins um mitt ár 2003 en auk þess komu Fjölskyldustefnafélagsmálastjóri bæjarins og formaður félagsmálaráðs að vinnu hópsins. Hópurinn átti auk þess samstarf við fjölmarga aðila í bæjarfélaginu um mótun stefnunnar en óskað var eftir hugmyndum og tillögum frá íbúum, félögum og stofnunum við gerð hennar.

Það er stefna Seltjarnarnesbæjar að hlúa eins vel að fjölskyldunni og hægt er. Í fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar eru þannig sett fram markmið um hvernig stuðla skuli að fjölskylduvænu samfélagi sem þjóni og taki mið af þörfum íbúanna auk þess að gefa þeim kost á að njóta sín sem einstaklingar og heild. Fjölskyldustefnunni er ætlað að hafa áhrif á umgjörð og velferð fjölskyldna og er ætlað að hafa forvarnaráhrif ásamt því að efla lífsgæði íbúanna. Í stefnunni felst stuðningur foreldra við uppeldi barna  en góð aðstaða barna og unglinga til náms, tómstunda og íþrótta, þar sem þeim er tryggt öryggi, er afar mikilvæg bæði fyrir foreldrana og einnig gagnvart börnum sem búa að því á fullorðinsárum. Margir kjósa að búa einir og er fjölskyldustefnunni einnig ætlað að höfða til þeirra




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?