Fara í efni

Menntamálaráðherra fær afhent fyrsta eintak af skólastefnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom í óformlega heimsókn til Seltjarnarnesbæjar í byrjun mánaðar til að kynnast skólastarfi í bænum og stefnu bæjaryfirvalda í málaflokknum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom í óformlega heimsókn til Seltjarnarnesbæjar í byrjun mánaðar til að kynnast skólastarfi í bænum og stefnu bæjaryfirvalda í málaflokknum. Ráðherra átti fund með starfsmönnum fræðslu- og menningarsviðs og heimsótti að því loknu leikskólana og Grunnskóla Seltjarnarness.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jónmundur Guðmarsson ásamt börnum í Mánabrekku

Við það tækifæri fékk hún afhent fyrsta eintakið af nýsamþykktri skólastefnu bæjarins sem dreift hefur verið á hvert heimili. Bergþóra Hlín Sigurðardóttir, nemandi á deildinni Bláhömrum á Mánabrekku afhenti ráðherra skólastefnuna. Menntamálaráðherra sagði augljóst að metnaður ríkti í skólastarfi á Seltjarnarnesi og taldi hún vel búið að öllum skólastigum í bæjarfélaginu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?