Fara í efni

Menningar- og listahátíð 2011

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var frá mánudegi til fimmtudags, tónleikar, rússneskt hekl, umræða um Gyrði Elíasson og brúðuleikhús.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var frá mánudegi til fimmtudags, tónleikar, rússneskt hekl, umræða um Gyrði Elíasson og brúðuleikhús.

Sýningarnar sem opnaðar voru á bókasafninu á laugardag hafa verið opnar og verður málverkasýning Georgs Douglas opin út mánuðinn. Stólafjör, sýning nemenda í Valhúsáskóla verður opin næstu viku og lýkur henni föstudaginn 14. október.

Hluti af dagskrá Menningar- og listahátíðar var á bókasafninu og markaði jafnframt upphaf vetrarstars safnsins. Freyja Gunnlaugsdóttir lék á klarinett og Tinna Þorsteinsdóttir á píanó í Te og tónlist mánudaginn 3. október og léku þær saman bráðskemmtilega dagskrá sem innihélt meðal annar Sex rúmenska dansa eftir Béla Bartók. Freyja var nemandi í Tónlistarskóla Seltjarnarness á yngri árum og var það skemmtileg tengin við hátíðina í heild, en Te og tónlist er samstarfsverkefni við Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Freyja-1

Skemmtileg stemning var á þriðjudagskvöldið þegar Bókmenntafélag bókasafnsins hittist og ræddi um Gyrði Elíasson. Ekki var minna gaman að hlusta á Patrick  Hassel-Zein í prjónakaffinu tala um rússneskt hekl. 

Bokmenntafelag                       Prj´jonakaffi

Bókasafnið ætlaði að springa þegar Bernd Ogrodniks flutti brúðuleiksýninguna um Pétur og úlfinn. Mikil ánægja var með sýninguna þó þröngt hafi verið um menn. Vonandi fáum við Bernd aftur til að gleðja þau yngstu.

       Bruduleikhus                                                  Brudur2

Fimmtudagurinn var lokadagur hátíðarinnar. Í Norðurpólnum var frumflutt nýtt verk Gálma eftir Tryggva Gunnarsson.

Í Seltjarnarneskirkju var boðið uppá Brahmstónleika þar sem bæjarlistamaðurinn okkar Birna Hallgrímsdóttir lék á píanó þrjá þætti úr Klavierstucke Op. 118. Birna og Þóra Hermannsdóttir Passauer fluttu sönglög Brahms og í Zwei Gesange Op. 91 bættist í hópinn sellóleikarinn Victoria Tsarevskaia. Þetta var glæsilegur endir á hátíðinni.

 

Brahmstonleikar

 

 

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?