Fara í efni

Meira í buddunni fyrir Seltirninga

Árið 2007 er annað árið sem álagningarprósenta útsvars á Seltjarnarnesi er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,35%. Meðalútsvar á landinu helst óbreytt milli ára eða 12,97% en hámarkið er 13,03% og nýta flest sveitarfélög sér það svigrúm að fullu.

Árið 2007 er annað árið sem álagningarprósenta útsvars á Seltjarnarnesi er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,35%. Meðalútsvar á landinu helst óbreytt milli ára eða 12,97% en hámarkið er 13,03% og nýta flest sveitarfélög sér það svigrúm að fullu. Aðeins 18 sveitarfélög í landinu leggja ekki á hámarksútsvar og er Seltjarnarnesbær þar á meðal.

Við skattauppgjör ársins 2006 sem fram fer í sumar munu íbúar á Seltjarnarnesi njóta hins lága útsvars enn frekar þegar þeir fá endurgreitt frá ríkisskattstjóra mismun meðalútsvars og útsvars bæjarins. Aðgerðir bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi styðja þannig við almenna stefnu ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts og afnám virðisaukaskatts á matvæli.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?