Mánudaginn, 7. júní taka foreldrar, nemendur og starfsfólk Mýrarhúsaskóla höndum saman og standa fyrir markaðsdegi til að safna peningum til kaupa á kennsluefni og boltum fyrir vinaskóla þeirra í Monkey Bay í Malaví. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er um þessar mundir að byggja við Namazizi skólann m.a. kennslustofur og bókasafn en skólinn er vinaskóli Mýrarhúsaskóla. Mikill skortur er á kennsluefni í skólum Malaví og því er ætlunin að safna peningum til kaupa á stærðfræðibókum, handbókum, landakortum og síðast en ekki síst boltum til nota í frímínútum.
Mánudaginn, 7. júní taka foreldrar, nemendur og starfsfólk Mýrarhúsaskóla höndum saman og standa fyrir markaðsdegi til að safna peningum til kaupa á kennsluefni og boltum fyrir vinaskóla þeirra í Monkey Bay í Malaví. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er um þessar mundir að byggja við Namazizi skólann m.a. kennslustofur og bókasafn en skólinn er vinaskóli Mýrarhúsaskóla. Mikill skortur er á kennsluefni í skólum Malaví og því er ætlunin að safna peningum til kaupa á stærðfræðibókum, handbókum, landakortum og síðast en ekki síst boltum til nota í frímínútum.
Dagskrá markaðsdagsins verður fjölbreytt og skemmtileg og er vonast til að sem flestir Seltirningar sem og aðrir áhugamenn um þróunarsamstarf sjái sér fært að mæta til að skemmta sér og leggja hönd á plóginn við að hjálpa nemendum Namazizi skólans að öðlast betri menntun. Dagskráin hefst upp úr kl. 9 með tómbólu í umsjá 5. bekkja fyrir framan 5. bekkja stofur og síðan rekur hver viðburðurinn annan. Meðal atriða má nefna tónleikar kl. 09:30, 10:15 og 11:00 og andlistmálun en auk þess verður hægt að kaupa gómsætar muffinskökur, skólablaðið, teikningar 1. bekkinga, skartgripi og grímur. Leiktæki verða á skólavelli og pylsugrill í hádeginu.