Fara í efni

Margmiðlunarstandar í náttúru Seltjarnarness

Bæjarstjóri Seltjarnarness undirritaði samning á dögunum við Gagarín um hönnun og uppsetningu margmiðlunarstanda á Seltjarnarnesi.

Geir Borg og Jónmundur GuðmarssonGeir Borg, þróunarstjóri Gagaríns og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri við undirritun samnings (c) 2008 Ellen Calmon

Bæjarstjóri Seltjarnarness undirritaði samning á dögunum við Gagarín um hönnun og uppsetningu margmiðlunarstanda á Seltjarnarnesi. Standarnir innihalda margmiðlunarkynningu um náttúru, útivist og menningu á Seltjarnarnesi.

Umhverfi Seltjarnarness er að mörgu leyti einstakt. Óhætt er að segja að bæði sé um að ræða náttúrulega sérstöðu og eins sérstöðu sem skapast hefur af mannavöldum. Við hönnun á margmiðlunarefinu verður áhersla lögð á að varpa ljósi á einstakt umhverfi og sérstöðu þessa bæjarfélags.

Markmiðið er að gefa fólki lifandi og sanna innsýn í náttúran, dýra- og fuglalíf, fjöruna og almenna útvistaraðstöðu sem bærinn hefur upp á að bjóða. Þá verður leitast við að fræða almenning um merkar minjar og örnefni á Nesinu ásamt því að gera útlistaverkum bæjarins skil.

Efnið hentar öllum aldurshópum og markmiðið er að upplifunin verði ekki aðeins fræðileg og skemmtileg, heldur að gestir og gangandi verði upplýstir um að umhverfi Seltjarnarness er á margan hátt einstakt á landsvísu.

Margmiðlunarstöndunm verður komið fyrir á þeim lykilstöðum sem fólk heimsækir vegna ferðalaga, í þekkingarleit eða í almennri afþreyingu og verða standarnir í fyrstu tveir talsins.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?