Fara í efni

Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness lék í Skjaldborgarbíói í byrjun nóvember

Hin gríðarmagnaða lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness undir stjórn Kára Húnfjörð aðstoðarskólastjóra flutti íbúum suðursvæðis Vestfjarða tónlist í Skjaldborgarbíói í byrjun nóvember.

Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness og Kári HúnfjörðHin gríðarmagnaða lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness undir stjórn Kára Húnfjörð aðstoðarskólastjóra flutti íbúum suðursvæðis Vestfjarða tónlist í Skjaldborgarbíói í byrjun nóvember.

Elzbietu Kowalczyk skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar sagði í ræðu sinni að með svona heimsókn eins og þessari væri það einlægur ásetningur að efla enn frekara skólavinasamband sem er vissulega áfangi að frekari eflingu tónlistarlífs hér á suðursvæði Vestfjarða.

Það er staðreynd að tónlistin og söngurinn eflir sálina. Heimsókn af þessu tagi kostar mikla undirbúningsvinnu heimamanna og lögðu heimamenn mikið á sig að gera heimsóknina sem glæsilegasta, var vel í lagt og móttökur eins og best verður á kosið að sögn Kára Húnfjörð.

Í lok tónleikanna þakkaði bæjarstjóri Vesturbyggðar Ragnar Jörundsson gestum fyrir komuna og taldi heimsóknir sem þessa efla tónlistarlífið á svæðinu.

Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?