Fyrsta leikja- og ævintýranámskeið sumarsins er að ljúka í dag og hefur gengið framar björtustu vonum. Í gær, fimmtudag, var farið í heilsdagsferð að Esjunni
Fyrsta leikja- og ævintýranámskeið sumarsins er að ljúka í dag og hefur gengið framar björtustu vonum.
Í gær, fimmtudag, var farið í heilsdagsferð að Esjunni og var hún einstaklega vel heppnuð. 50 börn fóru ásamt starfsfólki að rótum Esjunnar og komu sér þar fyrir í óspilltri náttúru. Innan um hvönn, sóleyjar og lúpínu gæddu börnin sér á grilluðum pylsum og busluðu svo í læknum þess á milli. Eins og myndirnar sýna þá lék veðrið við okkur og allir skemmtu sér konunglega.
Frábær byrjun á sumarstarfinu og gefur svo sannarlega tóninn fyrir framhaldinu.