Fara í efni

Löggæsla á Seltjarnarnesi

Frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík (lögreglustöð 5) er sinnt verkefnum vestan Snorrabrautar og á Seltjarnarnesi.

Frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík (lögreglustöð 5) er sinnt verkefnum vestan Snorrabrautar og á Seltjarnarnesi. Þar eru bæði rannsóknarsvið og almennt svið en átta rannsóknarlögreglumenn starfa á lögreglustöðinni. Helstu stjórnendur eru Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Jóhann Karl Þórisson aðalvarðstjóri og Hákon B. Sigurjónsson lögreglufulltrúi. Sigurbjörn Víðir er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar Seltjarnarness njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg á svæðinu við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Jóhann Karl ÞórissonViðtalstímar lögreglunnar fyrir íbúa Seltjarnarness er í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarði við Hjarðarhaga, þriðja föstudag hvers mánaðar á milli kl. 10:00 og 12:00.

Jóhann Karl Þórisson er aðaltengiliður lögreglu við íbúa Seltjarnarness en hann hefur einnig mætt á áfengis- og forvarnarfundi bæjarins sl. ár.

Viðtalsbókanir fara fram hjá þjónustufulltrúum í síma 411 1700 eða í gegnum netfangið vesturgardur@reykjavik.is

 

Netföng: sigurbjorn@lrh.is  johann.karl@lrh.is hakon@lrh.is

Nánari upplýsingar er á heimasíðu lögreglunnar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?