Fara í efni

Lóan er komin á Seltjarnarnes

Fregnir berast nú af komu farfugla til landsins. Í síðustu viku sáust þrjár heiðlóur við Bakkatjörn en þær voru í fríðum hópi fugla sem nú eru óðum að flykkjast til landsins. 

Fregnir berast nú af komu farfugla til landsins. Í síðustu viku sáust þrjár heiðlóur við Bakkatjörn en þær voru í fríðum hópi fugla sem nú eru óðum að flykkjast til landsins. 


Á sunnanverðu landinu hefur sést til tjalds og álftirnar eru orðnar áberandi víða. 
Samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins viðrar nú betur fyrir fugla hér á landi en í Bretlandi þar sem álkur, lundar og teistur hafa drepist í miklum kuldum.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?