Fara í efni

Lóan er komin

Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins birtust fyrstu farfuglar landsins á Seltjarnarnesi í gær, sunnudag 15. febrúar, en um er að ræða sex lóur sem sáust í fjörunni nyrst við Seltjörn
LóaSamkvæmt fréttum Morgunblaðsins birtust fyrstu farfuglar landsins á Seltjarnarnesi í gær, sunnudag 15. febrúar, en um er að ræða sex lóur sem sáust í fjörunni nyrst við Seltjörn. Í fréttinni segir ennfremur: 

„Lóur hafa ekki sést hér á landi síðan í nóvember og þessir fuglar eru því fyrstu vorboðarnir. „Þetta er óvenjulega snemmt,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur. „Síðustu árin hafa fyrstu farfuglarnir, eins og lóa, grágæs og álftir, yfirleitt komið til landsins um miðjan mars og þá borist með sterkum suðlægum áttum. Að undanförnu hefur hins vegar verið mjög kalt á meginlandi Evrópu og sennilegt er að lóurnar við Seltjörn komi af þeim slóðum. Að þær hafi flúið kuldann suður í álfu og borist með vindum hingað.““

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?