Fara í efni

LJÓSMYNDAKEPPNI - ÚRSLIT

LJÓSMYNDAKEPPNIN - Þær voru hver annarri betri myndirnar sem sendar voru inn í ljósmyndakeppnina sem Seltjarnarnesbær efndi til í tilefni af Fjölskyldudeginum í Gróttu 13. apríl síðastliðinn.
Ljósmyndakeppni 2013LJÓSMYNDAKEPPNIN - Þær voru hver annarri betri myndirnar sem sendar voru inn í ljósmyndakeppninni sem Seltjarnarnesbær efndi til í tilefni af Fjölskyldudeginum í Gróttu 13. apríl síðastliðinn. 

Dómnefndinni var mikill vandi á höndum en niðurstaðan var að myndin Hrúðukerling í Gróttu eftir Gerði Úlfarsdóttur bar sigur úr bítum. Myndin þykir fanga hið glaðværa andrúmsloft sem ríkti á Gróttudeginum á frumlegan og kómískan hátt auk þess að vísa til fjölskrúðugs lífríkis í fjörunni við Gróttu. 

Seltjarnarnesbær óskar vinningshafanum innilega til hamingju með sigurinn en hún hlýtur að launum Ljósmyndabók frá Ljósmyndavörum, Skipholti 31, þar sem hún getur látið prenta út tíu myndir og fengið innbundnar í bók. 

Við þökkum öllum öðrum þátttakendum kærlega fyrir að vera með okkur á Gróttudegi og taka þátt í þessum skemmtilega leik.

Sjá nánar á Facebook


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?