Á starfsdegi Leikskólans á Seltjarnarnesi 18. október s.l. færði Lionsklúbbur Seltjarnarness skólanum 2 iPad spjaldtölvur að gjöf.
Á starfsdegi Leikskólans á Seltjarnarnesi 18. október s.l. færði Lionsklúbbur Seltjarnarness skólanum 2 iPad spjaldtölvur að gjöf. Tölvunar verða notaðar við kennslu og til stuðnings við starf þroskaþjálfa skólans.
Lionsklúbbur Seltjarnarness, sem á 30 ára afmæli á næsta ári, hefur í gegnum árin stutt sitt samfélag jafnframt því að styðja einnig lands- og alþjóðasafnanir Lionshreyfingarinnar. Þeir sem hafa áhuga á því að ganga til liðs við Lionsklúbb Seltjarnarness er bent á að hafa samband við ritara í síma 896-5758.
Frá vinstri Gunnar H. Pálsson formaður líknarnefndar, Guðjón Jónsson gjaldkeri, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, Sigurður H. Engilbertsson ritari og Bragi Ólafsson formaður.