Fara í efni

Líkamsrækt í vinnunni

Á nýjum fararskjóta sem bærinn hefur nýlega fjárfest í.
Ágúst Fannar Leifsson, einn af starfsmönnum Áhaldahúss Seltjarnarness, fer sæll og glaður í útréttingar á vegum bæjarins á nýjum fararskjóta sem bærinn hefur nýlega fjárfest í. Hjólið er með vagni og því afar hentugt til flutnings á léttari efni sem flytja þarf á milli staða. Með því að hjóla í ýmis léttari erindi og viðvik leysir það starfsmenn áhaldahússins undan notkun á bæjarbifreiðum, sem sparar mikinn kostnað. Almennt eru vegalengdir stuttar á Seltjarnarnesi, en ef á móti blæs, eins og stundum vill verða á Nesinu, þá getur Ágúst auðveldlega létt undir með sér og virkjað rafbúnaðinn á hjólinu. Starfsmenn Áhaldahúss Seltjarnarness eru ánægðir með þennan nýja flutnings- og ferðavalkost, sem auk þess að vera umhverfisvænn, er fyrirferðarminni en bifreiðarnar, mun sparneytnari og auk þess góð líkamsrækt.  Hér má sjá umfjöllun mbl/sjónvarp.
Ágúst Fannar Leifsson, Hjól, vagn

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?