Fara í efni

Lífríki og vistkerfi tjarna á Seltjarnarnesi rannsakað

Nýverið var undirritaður samningur milli Umhverfisnefndar Seltjarnarness og Náttúrufræðistofu Kópavogs um rannsókn á lífríki og vistkerfi tjarna á Seltjarnarnesi.

Svandís í hólmanumNýverið var undirritaður samningur milli Umhverfisnefndar Seltjarnarness og Náttúrufræðistofu Kópavogs um rannsókn á lífríki og vistkerfi tjarna á Seltjarnarnesi.

Megin markmið rannsókaninna er að afla grundvallarupplýsinga um lykilþætti í lífríki og efnabúskap tjarna á Seltjarnarnesi og draga upp heildstæða mynd af vistfræðilegri gerð og eðli tjarnanna.

Aflað verður upplýsinga um grunnástand tjarnanna sem eiga m.a. að meta núverandi ástand og aðsteðjandi álagsþætti á vistkerfið og hvort nauðsynlegt er að grípa til sérstakra ráðstafana í eða við tjarnirnar. Niðurstöður rannsóknarinnar eiga jafnframt að nýtast við skipulagsvinnu Vestursvæða Seltjarnarness.

BúðatjörnNiðurstöðuskýrsla rannsóknarinnar mun einnig nýtast sem gott kennslugagn í umhverfisfræðslu í skólum bæjarins sem og til gerðar upplýsingastanda og fróðleiksskilta. Áætluð verklok eru í janúar 2009.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?