Fara í efni

Lesið í lauginni

Seltjarnarnesbær, Forlagið og World Class héldu fréttamannafund í Sundlaug Seltjarnarness kl. 10 í morgun og kynntu þar dagskrá viðburðarins Lesið í lauginni sem boðið verður upp á í Sundlaug Seltjarnarness og World Class Seltjarnarnesi á morgun laugardaginn 26. apríl.

Seltjarnarnesbær, Forlagið og World Class héldu fréttamannafund í Sundlaug Seltjarnarness kl. 10 í morgun og kynntu þar dagskrá viðburðarins Lesið í lauginni sem boðið verður upp á í Sundlaug Seltjarnarness og World Class Seltjarnarnesi á morgun laugardaginn 26. apríl.

Lesið í lauginniSólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins og Sunneva Sigurðardóttir markaðsstjóri World Class

Lesið í lauginni er bókmenntadagskrá í tilefni af alþjóðlegri viku bókarinnar þar verður boðið upp á barnadagskrá, hljóðbókadagskrá og kvölddagskrá. Höfundar koma og lesa upp úr verkum sínum ásamt leikurum og bæjarbúum. Þá munu bókahlutar og ljóð vera plöstuð og fljóta um í pottum og laugum. Boðið verður upp á hressingu og frítt verður í sundlaugina og World Class allan daginn. Dagskráin hefst í Sundlaug Seltjarnarness kl. 10:30 og lýkur um kl. 19:30.

Boðið verður upp á bækur til lestrar í baðstofu World Class, auk þess sem fólki gefst tækifæri á að hlusta á hljóðbækur á meðan æft er.

Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar kynnti dagskrána á fundinum í morgun og minntist á að í hraða nútímans er gott að fólk taki sér tíma til að rækta líkamann með sundi og hreyfing og andann með lestri góðra bókmennta.

Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins sagði frá alþjóðlegri viku bókarinnar og þeirri dagskrá sem bókaútgefendur hafa staðið fyrir í vikunni og Sunneva Sigurðardóttir markaðsstjóri World Class kynnti það sem í boði er í World Class á laugardeginum í tilefni að Lesið í lauginni.

Nánar má lesa um Lesið í lauginni á:

www.forlagid.is

www.worldclass.is




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?