Á dögunum fékk Leikskóli Seltjarnarness afhentan SMT (School Management Training) fánann sem viðurkenningu fyrir áralangt starf með börnum í SMT skólafærni.
Á dögunum fékk Leikskóli Seltjarnarness afhentan SMT (School Management Training) fánann sem viðurkenningu fyrir áralangt starf með börnum í SMT skólafærni.
Með viðurkenningunni verður leikskólinn sjálfstæður SMT skóli sem einungis skólum, sem uppfylla ákveðin skilyðri,hlotnast. SMT byggir á hugmyndafræði PMT foreldrafærni (Parent Management Training), en er aðlagað að skólaumhverfinu.
Með SMT skólafærni er lögð áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun með því að kenna og þjálfa félagsfærni og gefa jákvæðri hegðun barnanna gaum með markvissum hætti. Á sama tíma er unnið að því að samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun.
Við afhendinguna í Leikskóla Seltjarnarness var haldin athöfnin í sal Mánabrekku með þátttöku allra í skólanum. Sungin voru nokkur lög og síðan afhenti Anna María Frímannsdóttir sálfræðingur frá miðstöð PMTO foreldrafærni skólanum fánann. Að því loknu var boðið upp á súkkulaðiköku í tilefni dagsins.