Það má með sanni segja að það sé að verða jólalegt í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins sem eru komnir í jólabúning. Eins og undanfarin ár eru vagnarnir skreyttir bæði að innan sem utan með jólateikningum frá leikskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.
Það má með sanni segja að það sé að verða jólalegt í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins sem eru komnir í jólabúning. Eins og undanfarin ár eru vagnarnir skreyttir bæði að innan sem utan með jólateikningum frá leikskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur verið úr hópi þeirra leikskóla sem sendu inn teikningar og mun einn leikskóli í hverju sveitarfélagi fá heimsókn í desember.
Heimsóknirnar byrjuðu í dag og voru það börnin í Krikaskóla í Mosfellsbæ sem fengu fyrstu heimsóknina. Jólasveinn kom akandi á strætisvagni sem búið var að skreyta með teikningum barnanna og bauð þeim í stutta ferð um hverfið með strætó. Í ferðinni voru sungin jólalög og sprellað með jólasveininum. Mikill spenningur var meðal leikskólabarnanna og gleði skein úr hverju andliti.
Þetta árlega verkefni hófst í byrjun nóvember, þegar leikskólar voru hvattir til þess að senda inn jólateikningum frá 4-6 ára börnum. Undirtektir voru mjög góðar og sendu 40 leikskólar inn 1091 teikningar frá ungum og upprennandi
listamönnum.
Teikningar nemenda Leikskóla Seltjarnarness er hægt að nálgast á vef Strætó