Leiklistarfélag Seltjarnarness setti upp leikritið „Blessað barnalán“ eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar nú á vordögum.
Leiklistarfélag Seltjarnarness setti upp leikritið „Blessað barnalán“ eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar nú á vordögum.
Sýningin fékk frábæra dóma hjá leiklistargagnrýnanda Morgunblaðsins en þar segir að leikarar fari á kostum undir öruggri stjórn Bjarna Ingvarsonar leikstjóra. Þar segir m.a að "Blessað barnalán sé ósvikin skemmtun af gamla skólanum en fersk eins og góð leiklist er ævinlega; búin til á staðnum og því síung.
Á menningardögum Seltjarnarness, nánar tiltekið 10 júní er fyrirhuguð sýning á leikritinu og eru Seltirningar hvattir til að mæta og sýna þannig Leiklistarfélaginu stuðning ásamt því að hafa góða skemmtun.