Fara í efni

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar til ársins 2011 gerir ráð fyrir miklum nýframkvæmdum

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2011 var samþykkt með atkvæðum meirihlutans við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í febrúar

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2011 var samþykkt með atkvæðum meirihlutans við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í febrúar. Áætlunin gerir ráð fyrir umtalsverðum framkvæmdum öll árin en jafnframt er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af bæjarsjóði. Rekstur bæjarsjóðs Seltjarnarness hefur farið batnandi milli ára og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt áætluninni.

Í áætluninni er gert ráð fyrir einum mestu á framkvæmdum á þriggja ára tímabili á Seltjarnarnesi. Um nokkur stór verkefni er að ræða og er þeim ætlað að bæta aðstæður og lífsgæði Seltirninga. Gangi áætlunin eftir verður á næstu þremur árum varið um 1,3 milljörðum króna til nýframkvæmda á sviði fræðslumála, íþrótta-, heilsueflingar og öldrunarþjónustu. Samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar verða helstu verkefni næstu þriggja ára þessi:

  • Bygging hjúkrunarheimilis fyrir aldraðra Seltirninga.
  • Umfangsmikið átak við endurnýjun gatna og gangstétta
  • Umhverfisbætur við íþróttamannvirki og skóla.
  • Fjölgun bílastæða við íþróttamiðstöð.
  • Bygging mötuneytis við húsnæði Grunnskóla Seltjarnarness.
  • Endurnýjun skólalóða Grunnskóla Seltjarnarness og fleira.
  • Bygging nýs leikskóla auk stækkunar á leikskóla.
  • Bætt aðstaða til fimleikaiðkunar með stækkun fimleikahúss.
  • Bygging Lækningaminjasafns við Nesstofu í samstarfi við ríki og samtök lækna.
  • Stækkun félagsaðstöðu aldraðra.

Samhliða þessu eru útgjöld til málaflokka aukin verulega, sérstaklega til íþrótta-, æskulýðs- og fræðslumála. Þetta er gert með hliðsjón af mikilvægi þessara þátta og þeirri áherslu sem lögð er á þjónustu við börn og fjölskyldur á Seltjarnarnesi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?