Nýlega greindi verðlagseftirlit ASÍ frá hækkunum á leikskólagjöldum í stærstu sveitarfélögum landsins. Þar kom fram að Seltjarnarnes er eitt þeirra bæjarfélaga sem ekki hafa hækkað leikskólagjöldin frá 1. janúar 2013 – 1. janúar 2014
Nýlega greindi verðlagseftirlit ASÍ frá hækkunum á leikskólagjöldum í stærstu sveitarfélögum landsins. Þar kom fram að Seltjarnarnes er eitt þeirra bæjarfélaga sem ekki hafa hækkað leikskólagjöldin frá 1. janúar 2013 – 1. janúar 2014. Töluverður verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélaga fyrir átta vistunina. Í samanburðartöflunni sem hér fylgir með sést að Leikskóli Seltjarnarness er sá þriðji lægsti á höfuðborgarsvæðinu hvort sem miðað er við fullt gjald á klukkustund á mánuði, átta klukkustunda vistun með eða án fæðis eða fæðisgjaldið eitt og sér. Þá er systkinaafsláttur með því sem best lætur, það er 50% fyrir fyrsta systkini og 100% fyrir þriðja systkini.
Samanburður 1. janúar 2014 | Rvík | Kópavogur | Seltjarnarnes | Hafnarfj. | Reyknb. | Mos | Garðabær |
Leikskóli - á mán | |||||||
Fullt gjald á klst. á mánuði | 2.260 | 2.568 | 2.993 | 3.090 | 3.150 | 3.162 | 3.540 |
8 klst. vistun á mánuði | 18.080 | 20.544 | 23.942 | 24.720 | 25.200 | 25.296 | 28.320 |
Fæðisgjald | 7.800 | 7.612 | 7.535 | 7.863 | 7.880 | 8.055 | 6.840 |
Samt. 8 klst. vistun og fæði | 25.880 | 28.156 | 31.477 | 32.583 | 33.080 | 33.351 | 35.160 |
- afsl., systk. 2 | 75% | 30% | 50% | 30% | 50% | 50% | 50% |
- afsl., systk. 3 | 100% | 75% | 100% | 60% | 100% | 50% | 75% |
- afsl., systk. 4 | 75% | 100% | 50% | 75% |