Fara í efni

Lækkuð gjöld til helmings notenda

Í ljósi umfjöllunar fjölmiðla um hækkun  verðs á skóladagvistun á Seltjarnarnesi vill Seltjarnarnesbær koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í umfjöllun fjölmiðla er vísað í verðkönnun ASÍ, þar sem bornar  eru  saman gjaldskrár sveitarfélaga fyrir skóladagvistun. Þar eru eingöngu bornar saman breytingar á einu gjaldþrepi þjónustunnar, en algerlega litið fram hjá því að verð hefur lækkað í mörgum tilvikum. 
Í ljósi umfjöllunar fjölmiðla um hækkun  verðs á skóladagvistun á Seltjarnarnesi vill Seltjarnarnesbær koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í umfjöllun fjölmiðla er vísað í verðkönnun ASÍ, þar sem bornar  eru  saman gjaldskrár sveitarfélaga fyrir skóladagvistun. Þar eru eingöngu bornar saman breytingar á einu gjaldþrepi þjónustunnar, en algerlega litið fram hjá því að verð hefur lækkað í mörgum tilvikum.  

Síðastliðið sumar var gerð breyting á gjaldskrá skóladagvistunar hjá Seltjarnarnesbæ í þá veru að gjaldflokkum var fjölgað þannig að greiðsla væri í sem mestu samræmi við þjónustukaup. Þetta hafði í för með sér að gjaldskrárflokkar urðu átta í stað þriggja og í fjórum tilvikum var um lækkun verðs að ræða. 

Gjaldskrárbreytingar leiddu því  til lækkunar gjalda fyrir helming  þeirra sem nota þjónustuna. Gjaldskrárbreytingin hefur í heild sinni virkað til 1% hækkunar á dvalargjaldi og 6% hækkun þegar breytingar á fæisgjaldi eru teknar með í reikninginn, eftir því sem kemur fram í breytingum á tekjum bæjarins vegna þjónustunnar á milli ára.

Gjaldskrá skóladagvistunar má finna á slóðinni http://www.seltjarnarnes.is/svid-og-deildir/fraedslusvid/gjaldskrar/nr/802


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?