Fara í efni

Komið til móts við aldraða og öryrkja

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur ákveðið að hækka viðmiðunarmörk afsláttar af fasteignaskatti á íbúa í hópi aldraðra og öryrkja. Í ákvörðuninni felst 20% hækkun á tekjuviðmiðun vegna afsláttar af fasteignagjöldum ársins 2008 hjá þessum hópi.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur ákveðið að hækka viðmiðunarmörk afsláttar af fasteignaskatti á íbúa í hópi aldraðra og öryrkja. Í ákvörðuninni felst 20% hækkun á tekjuviðmiðun vegna afsláttar af fasteignagjöldum ársins 2008 hjá þessum hópi. Lækkanir þessar endurspegla viðleitni Seltjarnarnesbæjar til að koma til móts við eigendur íbúðarhúsnæðis og þá aldraða og öryrkja sérstaklega vegna hækkandi fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu.

Eldri borgararÓlíkt fyrirkomulagi fyrri ára er ekki lengur nauðsynlegt að sækja sérstaklega um ofangreindan afslátt því nýlegu samstarfi Seltjarnarnesbæjar, Fasteignamats ríkisins og skattayfirvalda er ætlað að tryggja að allir sem falla undir reglur bæjarins um afsláttarkjör njóti þeirra. Afsláttur verður reiknaður á grundvelli skattframtals ársins 2007 og færður inn á greiðsluseðil ársins. Fullnaðaruppgjör fer fram í september næstkomandi þegar tekjur ársins 2007 liggja fyrir skv. skattframtali 2008.

Aukinn afsláttur aldraðra og öryrkja kemur til viðbótar almennri lækkun bæjaryfirvalda á álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskatts á þessu ári en fasteignaskattur lækkar úr 0,24% af fasteignamati árið 2007 í 0,18% frá og með 1. janúar 2008. Jafnframt lækkar álagningarprósenta vatnsskatts úr 0,115% af fasteignamati í 0,09%. Fráveitugjald verður 0,097% af fasteignamati. Er það lagt á í fyrsta sinn á þessu ári en er hið lægsta á höfuðborgarsvæðinu.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?