Fara í efni

Kartöflur og rabarbari

Nemendur í 4.og 5. bekk Mýrarhúsaskóla settu niður kartöflur og rabarbara í garðlöndum Seltjarnarnesbæjar í síðustu viku. Ástæðan er m.a. sú að skólagarðarnar hafa verið lagðir niður a.m.k. tímabundið vegna lítillar aðsóknar en fræðsluyfirvöld hafa áhuga á að nemendur kynnist ræktun matjurta.

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliNemendur í 4.og 5. bekk Mýrarhúsaskóla settu niður kartöflur og rabarbara í garðlöndum Seltjarnarnesbæjar í síðustu viku. Ástæðan er m.a. sú að skólagarðarnar hafa verið lagðir niður a.m.k. tímabundið vegna lítillar aðsóknar en fræðsluyfirvöld hafa áhuga á að nemendur kynnist ræktun matjurta.

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliVerkefnið er unnið í samvinnu við garðyrkjustjóra bæjarins og hefur hún séð um að útvega útsæði sem nota á. Hver nemandi fær um 10 kartöflur til að setja niður og einnig verða settir niður nokkrir rababarahnausar. Nemendur verða hvattir til að fylgjast með görðunum í sumar ef þeir hafa tækifæri til og taka þá til hendinni og hreinsa arfa og annað illgresi. Í haust munu sömu nemendur síðan taka upp kartöflurnar og rababarann sem verður notað til kennslu og matargerðar í náttúrufræði og heimilisfræði.

Nemendur Grunnskóla Seltjarnarness - MýrarhúsaskóliGrunnskóli Seltjarnarness leggur áherslu á að nemendur læri að upplifa náttúruna og umhverfi sitt á sem jákvæðastan hátt og geri sér grein fyrir hvaða áhrif þeir geta haft á sjálfbæra þróun. Umhverfismennt þarf að vera daglegur þáttur í starfi skólans og viðfangsefnin á m.a. að sækja í nærumhverfi hans. Markmið með verkefninu eru m.a.: að nemendur kynnist nærumhverfi sínu, læri að bera virðingu fyrir náttúrunni, kynnist kartöflu- og rabbabararæktun og læri að matbúa úr uppskerunni.

Myndir með frétt eru af vef Grunnskóla Seltjarnarness


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?