Fara í efni

Jónsmessuganga í kvöld

Í kvöld efnir menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu sem hefst á Valhúsahæð kl. 20:30 og lýkur um kl. 22:30 við Seltjörn.

Í kvöld efnir menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu sem hefst á Valhúsahæð kl. 20:30 og lýkur um kl. 22:30 við Seltjörn.

Safnast verður saman við útsýnisskífuna á Valhúsahæð, þar mun Þór Whitehead sagnfræðingur lýsa almennt hernaðarviðbúnaði á Seltjarnarnesi á stríðsárunum.

Síðan verður gengið af stað og skoðaðar stríðsminjar á hæðinni vestanverðri. Því næst verður gengið niður að dæluhúsi Hitaveitu Seltjarnarness, þar sem göngumenn fá hressingu en loks verður haldið að bálkestinum í fjörunni við Seltjörn. Harmónikkuleikari verður með í för og söngelskir göngugarpar leiða fjörusöng.

Sex þumlunga strandvarnafallbyssur Breta á Valhúsahæð




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?