Það var jarðfræði Seltjarnarness sem rætt var
um í árlegri Jónsmessugöngu menningarnefndar.
Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var fimmtudaginn 21. júní. Að þessu sinni var gengið frá bílastæðinu við Bakkatjörn um suðurnesið og Kotagrandann að Snoppu. Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar bauð gesti velkomna. Dr. Helgi Torfason fræddi um jarðfræði Seltjarnarness og nágrennis.
Veðrið var fínt og nutu bæði fuglinn og göngumenn sín í veðurblíðunni.
Að göngu lokinni þáðu göngumenn hressingu í boði Hitaveitu Seltjarnarness.
Bjarki Harðarson lék á harmonikku og sungið var við varðeld.
Hópur sjósundsmanna var með í göngunni og stungu menn sér til sunds við varðeldinn.
Mynd sem Ásgeir Sæmundsson tók utan frá sjó af sjósundsfólkinu og varðeldinum.