Fara í efni

Jólatrén hirt 7. og 8. janúar nk.

Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 7. janúar og þriðjudaginn 8. janúar. Utan þess tíma er íbúum góðfúslega bent á SORPU.

Ágætu íbúar! Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn mánudaginn 7. janúar og þriðjudaginn 8. janúar. Þeir sem vilja nýta sér þjónustuna er því bent á að setja jólatrén á áberandi stað út fyrir lóðamörkin á þeim tíma og skorða þau vel svo þau fjúki ekki. Þeir sem vilja losna við trén á öðrum tímum er góðfúslega bent á endurvinnslustöð Sorpu.

Íbúar eru eindregið hvattir til að fjarlægja strax allt rusl eftir áramótin og skilja ekki flugeldasorp og skotkassa eftir á götum og/eða almenningssvæðum bæjarins.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?